Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   lau 22. janúar 2022 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sevilla missteig sig aftur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sevilla gerði annað jafnteflið sitt í röð er liðið tók á móti Celta Vigo í spænska boltanum í dag.

Sevilla var talsvert betri aðilinn í dag en gestirnir frá Vigo komust í tveggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks þegar Franco Cervi og Iago Aspas skoruðu með stuttu millibili.

Heimamenn gerðu þrefalda skiptingu í hálfleik þar sem Alejandro 'Papu' Gomez og Oliver Torres komu inn af bekknum. Þeim tókst báðum að skora í síðari hálfleik og voru heimamenn óheppnir að gera ekki þriðja markið. Lokatölur 2-2 og Sevilla er þremur stigum eftir toppliði Real Madrid sem á leik til góða.

Sevilla 2 - 2 Celta Vigo
0-1 Franco Cervi ('37)
0-2 Iago Aspas ('40)
1-2 Papu Gomez ('71)
2-2 Oliver Torres ('74)

Villarreal er þá einu stigi frá Meistaradeildarsæti eftir flottan sigur gegn Mallorca.

Heimamenn í Villarreal skoruðu þrjú mörk gegn engu og eru núna einu stigi á eftir Real Sociedad og Atletico Madrid.

Að lokum hafði Cadiz betur gegn Levante í fallbaráttuslag. Cadiz er tveimur stigum frá öruggu sæti eftir sigurinn á meðan Levante situr sem fastast á botninum.

Villarreal 3 - 0 Mallorca
1-0 F. Russo ('12, sjálfsmark)
2-0 Manuel Trigueros ('34)
3-0 Dani Parejo ('87, víti)

Levante 0 - 2 Cadiz
0-1 Alvaro Negredo ('34)
0-2 S. Sanchez ('73)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner