City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frederik Schram með grímu - „Algjör Jerzy Dudek 2005 varsla"
Frederik hefur komið öflugur aftur inn í lið Vals.
Frederik hefur komið öflugur aftur inn í lið Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dudek vann Meistaradeildina með Liverpool 2005.
Dudek vann Meistaradeildina með Liverpool 2005.
Mynd: EPA
Frederik Schram, markmaður Vals, var með andlitsgrímu þegar hann stóð vaktina í marki Vals gegn Víkingi í gær. Frederik fékk högg á andltiið og blóðnasir þegar Valur vann eistneska liðið Flora Tallinn á fimmtudag og gat ekki klárað þann leik.

Hann var mættur milli stanganna í gær og átti góðan leik þegar Valur vann sinn áttunda sigur í röð í öllum keppnum. Sigurmarkið skoraði Patrick Pedersen undir lok venjulegs leiktíma.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Valur

Fyrstu stóru tilþrif leiksins komu frá Frederik þegar hann átti tvöfalda vörslu snemma leiks.

„Karl Friðleifur með fast skot sem Frederik Schram ver út í teiginn, boltinn dettur fyrir Nikolaj Hansen í teignum en aftur ver Frederik," skrifaði Kári Snorrason sem textalýsti leiknum.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs og fyrrum aðstoðaþjálfari Vals, var gestur í Innkastinu þar sem leikir síðustu daga voru gerðir upp. Hann kom inn á þessa vörslu.

„Þetta var algjör Jerzy Dudek 2005 varsla, frábær viðbrögð, kannski beint á hann, en hann þarf að bregðast við og gerir það frábærlega," sagði Siggi sem er harður stuðningsmaður Liverpool en Pólverjinn Dudek var aðalmarkmaður Liverpool fyrir 20 árum.

Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Athugasemdir
banner