City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 17:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kaupmöguleiki í lánssamningi Rashford
Mynd: EPA
Samkvæmt heimildum Sky Sports er Barcelona með kaupmöguleika í lánssamningnum við Marcus Rashford og Manchester United. Ef rétt reynist þá getur Barcelona keypt Rashford á 30 milljónir evra í lok lánssamningsins.

Ekki er búið að kynna Rashford sem leikmann Barcelona en það verður gert mjög fljótlega. Hann flaug til Barcelona í gær og er búist við kynningu á miðvikudag.

Rashford er 27 ára sóknarmaður sem spilar oftast á kantinum. Hann var ekki í myndinni hjá Ruben Amorim og var lánaður til Aston Villa í janúar.

Samkvæmt heimildum Sky Sports mun Barcelona greiða öll laun Rashford á meðan lánsdvölinni stendur.
Athugasemdir
banner
banner