„Það var geggjað, ógeðslega sætt að þetta datt okkar megin. Maður hafði alveg trú á þessu, en þegar leið á tímann og þeir farnir að feika meiðsli, þá hugsar maður hvort þetta sé að fara verða 1-1. Geggjað sætt að sjá Patrick skora. Að því sögðu erum við ekki búnir að vinna neitt á þessu ári og það eru jafnmörg stig í boði gegn FH. Við þurfum að vera á toppnum eftir síðasta leikinn í október."
Þetta sagði Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður Vals, eftir 1-2 útsigur á Víkingi í gær.
Valur komst með sigrinum á topp Bestu deildarinnar. Valur hefur unnið 13 af síðustu 15 leikjum sínum, og átta leiki í röð í öllum keppnum. Á fimmtudag hefst Evrópueinvígi gegn Kauno Zalgiris og eftir mánuð mætir liðið Vestra í bikarúrslitum.
Þetta sagði Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður Vals, eftir 1-2 útsigur á Víkingi í gær.
Valur komst með sigrinum á topp Bestu deildarinnar. Valur hefur unnið 13 af síðustu 15 leikjum sínum, og átta leiki í röð í öllum keppnum. Á fimmtudag hefst Evrópueinvígi gegn Kauno Zalgiris og eftir mánuð mætir liðið Vestra í bikarúrslitum.
Lífið leikur við Valsara þessa dagana og Jónatan var ekki að gera neitt lítið úr því.
„Skemmtilegasti klúbbur til að vera í á Íslandi í dag, það er bara þannig," sagði hann eftir leikinn í gær.
Srdjan Tufegdic, Túfa, sem er þjálfari Vals, var ánægður með sína menn eftir leikinn.
„Við komum heim á föstudag eftir erfiðan leik í Eistlandi, tókum eina æfingu, spilum gegn Víkingi og svo ferðalag í nótt (aðfaranótt mánudags). Við höfum spilað fullt af leikjum á rosalega stuttum tíma. Það er mikil samstaða, mikill karakter. Liðið mitt á mikið hrós skilið."
„Það er alltaf gaman að vera Valsari. Við höldum áfram okkar striki, heiðarleiki og vinnusemi borgar sig alltaf," sagði Túfa.
Athugasemdir