City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þungavigtin 
KR reynir við Ahmad Faqa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur áhuga á því að fá Ahmad Faqa í sínar raðir en þetta kom fram í Þungavigtinni í dag. Faqa er á láni hjá FH frá sænska félaginu AIK út júlí. KR er að reyna kaupa Faqa af sænska félaginu, en hann er samningsbundinn AIK út 2026.

„Ég hef heyrt að KR-ingar séu að reyna stela Ahmad Faqa af FH-ingum frá AIK," sagði Baldvin Már Borgarsson í þættinum.

Faqa er 22 ára miðvörður sem fæddur er í Sýrlandi, lék með U20 landsliði Svíþjóðar og á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Sýrland. FH hefur verið í viðræðum við AIK um að framlengja dvöl Faqa hjá félaginu.

Faqa á einn leik eftir af lánssamningnum sínum við FH. Ef ekkert breytist fer hann aftur til sænska félagsins.

Varnarmaðurinn er algjör lykilmaður í liði FH. Þetta er í annað skiptið á hans ferli sem hann kemur til Íslands á láni, en fyrra skiptið var hann hjá HK 2023.
Athugasemdir