Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fös 23. ágúst 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn um helgina - Nær Barcelona í sín fyrstu stig?
Önnur umferð spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, verður spiluð um helgina og eru tveir leikir strax í kvöld. Sevilla heimsækir Granada og Villarreal fer í heimsókn til Levante.

Á morgun, laugardag, eru fjórir leikir. Real Madrid, sem byrjaði tímabilið á 3-1 sigri gegn Celta Vigo, mætir Real Valladolid. Athyglisvert er að Valladolid er í eigu Ronaldo, sem var magnaður fótboltamaður á sínum tíma. Ronaldo lék með Real Madrid frá 2002 til 2007.

Á laugardagskvöldið eru tveir leikir. Valencia mætir Celta Vigo og Athletic Bilbao, sem vann Barcelona í fyrsta leik, spilar við Getafe.

Á sunnudaginn ber hæst leikur Barcelona og Real Betis. Þar getur Barcelona náð í sín fyrstu stig á tímabilinu. Atletico verður einnig í eldlínunni á laugardag, lærisveinar Diego Simeone mæta Leganes.

Föstudagur:
18:00 Granada - Sevilla
20:00 Levante - Villarreal

Laugardagur:
15:00 Osasuna - SD Eibar
17:00 Real Madrid - Real Valladolid
19:00 Celta - Valencia
19:00 Getafe - Athletic Bilbao

Sunnudagur:
15:00 Mallorca - Real Sociedad
15:00 Alaves - Espanyol
17:00 Leganes - Atletico
19:00 Barcelona - Real Betis
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner