Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 24. nóvember 2022 14:50
Elvar Geir Magnússon
Slagsmál milli Mexíkóa og Argentínumanna í Katar
Mynd: Getty Images
Slagsmál brutust út milli stuðningsmanna Mexíkó og Argentínu á stuðningsmannasvæði í Katar í gærkvöldi.

Samkvæmt fjölmiðlum í löndunum skárust laganna verðir ekki í leikinn til að stöðva slagsmákin.

'Mexíkóar og Argentínumenn börðust á götum Katar' var fyrirsögnin í mexíkóska dagblaðinu El Universal.

Argentínska blaðið segir að hnefahögg og spörk hafi gengið manna á milli og nokkuð um meiðsli.

Argentína og Mexíkó eru erkifjendur í fótboltanum og mætast í mótinu á laugardaginn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner