Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   fös 25. apríl 2025 10:34
Elvar Geir Magnússon
Arne Slot um að tryggja titilinn á Anfield: Mikil ábyrgð á liðinu
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að það sé mikil ábyrgð á liði Liverpool að tryggja 20. Englandsmeistaratitil félagsins á Anfield á sunnudag. Liðið mætir Tottenham og þarf að minnsta kosti stig til að innsigla titilinn.

Liverpool varð síðast meistari 2020 en þá máttu stuðningsmenn ekki vera á leikjunum vegna Covid heimsfaraldursins. Liðið lyfti bikarnum fyrir framan tómann Anfield leikvanginn en það var fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins í 30 ár.

„Við erum meðvitaðir um að síðast þegar félagið vann deildina var Covid tími svo allir eru spenntir fyrir sunnudeginum. En það er verk að vinna og við þurfum allavega eitt stig," segir Slot.

„Við vitum það og vonandi gera stuðningsmennirnir það líka og styðja okkur á bestan mögulega hátt, eins og þeir hafa gert allt tímabilið. Við þurfum enn að ná í stig. Það er mikil tilhlökkun fyrir sunnudeginum en líka mikil ábyrgð á okkur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir