mán 30. júní 2025 18:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Mundo Deportivo 
Orri orðinn framherji númer eitt hjá Sociedad
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það voru stjóraskipti hjá Real Sociedad í sumar eftir að Imanol Alguacil lét af störfum eftir að hafa stýrt liðinu frá 2018.

Hann hafði verið þjálfari unglingaliðsins og varaliðsins áður en hann tók við aðalliðinu. Sergio Francisco var þjálfari varaliðsins áður en hann tók við af Alguacil í sumar.

Spænski miðillinn Mundo Deportivo fjallar um stjóraskiptin og hvað þau þýða fyrir Orra Stein Óskarsson. Hann náði sér ekki almennillega á strik eftir komuna frá FCK fyrir 20 milljónir evra sem er það mesta sem félagið hefur borgað fyrir leikmann.

Í umfjöllun Mundo Deportivo segir að það sé kominn tími til að standa undir væntingum eftir góðan aðlögunartíma. Hann meiddist undir lok tímabilsins en er nú klár í að taka undirbúningstímabilið með trompi.

Spænski landsliðsmaðurinn Mikel Oyarzabal var efstur á blaðii hjá Alguacil í fremstu víglínu en Francisco er talinn vilja spila 4-2-3-1 sem þýðir að Oyarzabal gæti spiilað fyrir aftan framherjann sem gæti verið Orri ef hann nær að sanna sig á undirbúningstímabilinu.

Umar Sadiq og Carlos Fernández eru einnig í hópnum en þeir voru á láni frá félaginu á síðustu leiktíð og eru líklega ekki inn í myndinni.

Real Sociedad mun reyna að styrkja sig í sumar en á þessum tímapuntki er liðið ekki að skoða leikmenn framarlega á vellinum. Félagið er með Igor Julio, varnarmann Brighton, undir smásjánni og þá mun félagið væntanlega leita að miðjumanni í staðin fyrir Martin Zubimendi sem er á leið til Arsenal.

Orri Steinn lék 37 leiki fyrir Sociedad á síðustu leiktíð í öllum keppnum og skoraði sjö mörk. Hann skoraði meðal annars fjögur mörk í níu leikjum í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner