Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Ívar Örn skrifar undir þriggja ára samning við KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Árnason er búinn að skrifa undir samning við KA sem gildir út sumarið 2023.

Bakvörðurinn öflugi hefur spilað alla leiki KA í Pepsi Max-deildinni í sumar nema einn.

Ívar Örn er uppalinn hjá KA og á í heildina 52 leiki að baki fyrir meistaraflokk, auk þess að hafa spilað tíu leiki að láni hjá Magna og tíu að láni hjá Víkingi Ólafsvík síðustu ár.

Ívar býr einnig yfir reynslu úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hann hefur leikið fyrir University of Vermont undanfarin þrjú ár.

Hann er vinstri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað sem miðvörður.


Athugasemdir
banner
banner
banner