Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   lau 25. október 2025 12:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísafirði
Telja helmingslíkur á því að KR falli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:00 hefjast tveir leikir í lokaumferð neðri hlutans í Bestu deildinni. Flest augu verða á leik Vestra og KR á Kerecis-vellinum en sigurliðið þar mun halda sæti sínu í deildinni. En ef það endar með jafntefli á Ísafirði þá getur Afturelding haldið sæti sínu með því að vinna ÍA á Akranesi í leik sem fer fram á sama tíma.

Veðbankar telja um helmingslíkur á því að KR haldi sæti sínu í deildinni. Á Epicbet er stuðullinn 1.93 á sigri KR og stuðullinn á að það verði önnur úrslit í leiknum, jafntefli eða sigur Vestra, er 1.91. Stuðullinn á sigri Vestra er 3,69 og 4,0 á jafntefli.

Sérfræðingar Epicbet búast við markaleik, stuðullinn á því að það komi allavega þrjú mörk í leikinn er 1.81.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 KR

Í leik ÍA og Aftureldingar eru heimamenn í ÍA taldir sigurstranglegri, stuðullinn á heimasigri er 2,43, 3,89 er stuðullinn á jafntefli og 2,7 á sigri gestanna frá Mosfellsbæ.

Hér má sjá niðurstöðu í skoðanakönnun sem var meðal lesenda á forsíðu.

Athugasemdir
banner
banner