FH vann frábæran sigur á Breiðabliki í Kaplakrika í gær og lyfti sér upp úr fallsæti í það sjöunda. Þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum.
Ahmed Faqa, varnarmaður FH, fékk gult spjald fyrir að fagna í andlitið á Kristni Steindórssyni undir lok leiksins þegar hann skýldi boltanum aftur fyrir. Höskuldur Gunnlaugsson var ekki ánægður með það og uppskar gult spjald fyrir að grípa í varnarmanninn.
Ahmed Faqa, varnarmaður FH, fékk gult spjald fyrir að fagna í andlitið á Kristni Steindórssyni undir lok leiksins þegar hann skýldi boltanum aftur fyrir. Höskuldur Gunnlaugsson var ekki ánægður með það og uppskar gult spjald fyrir að grípa í varnarmanninn.
Lestu um leikinn: FH 2 - 0 Breiðablik
Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var spurður út í atvikið eftir leikinn.
„Pirrandi að hann fái gult spjald fyrir það, það var eitthvað sparkað í hann þegar hann var að skýla boltanum af velli. Við höfum talað um það að við fögnum öllu, hvort sem það er tækling, stoðsending eða mark. Við látum menn líka heyra það ef svo ber undir. Hann er búinn að vera frábær í síðustu leikjum og leiðir með fínu fordæmi."" sagði Kjartan Henry.
Athugasemdir