Liverpool ætlar að vera með í baráttunni um Bruno Guimaraes, miðjumann Newcastle United, en þetta kemur fram í brasilíska miðlinum TNT Sports.
Brasilíumaðurinn hefur aðeins verið hjá Newcastle í tæpt ár en hann var keyptur frá Lyon fyrir 40 milljónir punda í janúarglugganum.
Sá hefur heldur betur styrkt lið Newcastle og verið með allra bestu leikmönnum liðsins.
Newcastle er í 4. sæti deildarinnar eftir tólf leiki og hefur liðið aðeins tapað einum leik á tímabilinu.
Samkvæmt TNT Sports er áhuginn á Guimaraes mikill en Liverpool mun berjast við Chelsea og Real Madrid um kappann á næsta ári.
Liverpool ætlar að styrkja miðjuna til muna á næsta ári en félagið hefur verið orðað við leikmenn á borð við Jude Bellingham, Konrad Laimer og Sandro Tonali síðustu daga.
Athugasemdir