Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   mán 26. desember 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Liverpool þarf sigur á Villa Park
Mynd: EPA

Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað í dag eftir að hafa verið í pásu yfir heimsmeistaramótið.


Veislan hefst í hádeginu þar sem Tottenham heimsækir Brentford og getur, með sigri, jafnað Manchester City á stigum í öðru sæti deildarinnar. 

Newcastle situr í þriðja sæti sem stendur og getur stokkið yfir Man City og upp í annað sæti með sigri á útivelli gegn Leicester. City mun þá eiga tvo leiki til góða á bæði Newcastle og Tottenham.

Liverpool heimsækir Aston Villa síðar í dag og þarf á sigri að halda í Evrópubaráttunni, þar sem liðið situr í sjötta sæti, fjórum stigum eftir Manchester United.

Að lokum tekur Arsenal á móti West Ham í Lundúnaslag og getur aukið forystu sína á toppi deildarinnar í átta stig með sigri.

Leikir dagsins:
12:30 Brentford - Tottenham
15:00 Crystal Palace - Fulham
15:00 Southampton - Brighton
15:00 Leicester - Newcastle
15:00 Everton - Wolves
17:30 Aston Villa - Liverpool
20:00 Arsenal - West Ham


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
2 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
3 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
4 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
5 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
6 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
7 Sunderland 2 1 0 1 3 2 +1 3
8 Bournemouth 2 1 0 1 3 4 -1 3
9 Brentford 2 1 0 1 2 3 -1 3
10 Burnley 2 1 0 1 2 3 -1 3
11 Leeds 2 1 0 1 1 5 -4 3
12 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
13 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
14 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
15 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
16 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
17 Everton 1 0 0 1 0 1 -1 0
18 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
19 Wolves 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner