
Úrúgvæska landsliðið býst við því að Ronald Araujo verði orðinn leikfær fyrir HM í Katar.
Þessi varnarmaður Barcelona gekkst undir aðgerð vegna vöðvameiðsla sem hann hlaut í landsliðsverkefni í september.
Þessi varnarmaður Barcelona gekkst undir aðgerð vegna vöðvameiðsla sem hann hlaut í landsliðsverkefni í september.
Talið var að hann yrði frá í átta vikur og myndi missa af fyrstu viku HM. En allt hefur verið gert til að stytta þann tíma.
„Við búumst við því að Ronald Araujo verði með okkur á HM," sagði Jorge Giordano, framkvæmdastjóri landsliða Úrúgvæ, í viðtali við Mundo Deportivo.
Fyrsti leikur úrúgvæska landsliðsins verður þann 24. nóvember og mögulega kemur sá leikur of snemma fyrir Araujo. Hann gæti þó spilað annan leik liðsins þann 28. maí.
Athugasemdir