Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 27. október 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Inter hefur viðræður við Skriniar um nýjan samning
Inter mun funda með varnarmanninum Milan Skriniar og hans teymi í dag. Ítalska félagið vill gera nýjan samning við slóvakíska landsliðsmanninn.

Inter tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verður fyrsti fundurinn við Skriniar um samningamál haldinn í dag.

Stjórnarmenn Inter eru bjartsýnir á að samkomulag muni nánst en innan við tólf mánuðir eru eftir af samningi hans.

Paris Saint-Germain fylgist grannt með gangi mála og gæti skorist í leikinn í janúar ef Skriniar verður ekki búinn að framlengja við Inter.

Skriniar er fyrirliði Slóvakíu en hann hefur verið hjá Inter síðan 2017, þegar hann kom frá Samdoria.
Athugasemdir
banner