Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 27. desember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea vonast til að landa Joao Felix
Chelsea vonast til þess að fá Joao Felix, leikmann Atlético Madríd, á láni út tímabilið, en þetta kemur fram í Telegraph.

Þessi 23 ára gamli sóknartengiliður vill komast frá Atlético og vinnur nú umboðsmaður hans hörðum höndum að því að finna rétta félagið fyrir leikmanninn.

Arsenal er talið vera í bílstjórasætinu um Felix en nágrannar þeirra í Chelsea ætla að blanda sér í baráttuna.

Telegraph greinir frá því að Chelsea ætli sér að leggja fram lánstilboð í Felix. Það felur þó í sér að félagið kaupi hann eftir tímabilið.

Felix var keyptur til Atlético frá Benfica fyrir metfé árið 2019 en hann hefur skorað 4 mörk í 18 deildarleikjum á þessu tímabili.
Athugasemdir