Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mið 28. maí 2025 15:46
Elvar Geir Magnússon
Inter horfir til Alberts - Stjóri Fiorentina sagði upp
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fjallað var um í gær þá er framtíð Alberts Guðmundssonar í óvissu en hann lék á lánssamningi hjá Fiorentina frá Genoa á nýliðnu tímabili.

Foot Mercato greinir frá því að líklegt sé að Fiorentina muni reyna að halda Alberti en viðræður séu ekki komnar í gang. Inter sýndi Alberti áhuga í fyrra og ku fylgjast með stöðu mála.

Þá segir að Atalanta, Como og félög í ensku úrvalsdeildinni séu með hann á blaði hjá sér.

Það urðu óvæntar sviptingar í morgun þegar Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina, sagði skyndilega upp. Ítalskir fjölmiðlar segja að forráðamenn Fiorentina séu að reyna að fá hann til að skipta um skoðun og vera áfram.

Ekki eru margar vikur síðan félagið virkjaði ákvæði um framlengingu á samningi hans. Liðið sýndi talsverðan óstöðugleika á liðnu tímabili og endaði í sjötta sæti. Það tekur þátt í Sambandsdeildinni á næsta tímabili.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
11 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner