Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 07. maí 2008 07:30
Fótbolti.net
Spá fyrirliða og þjálfara í 2.deild karla: 10. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fótbolti.net ætlar að fjalla vel um aðra deildina í sumar eins og undanfarin ár og við ætlum að hita vel upp með því að birta spá fyrirliða og þjálfara í deildinni fram að móti.

Við fengum alla fyrirliða og þjálfara til að spá og fengu liðin því stig frá 1-9 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í tíunda sætinu voru ÍH sem fengu 67 stig af 242 mögulegum. Kíkjum á umfjöllun okkar um ÍH.


10. ÍH
Búningar: Hvít treyja, hvítar buxur, hvítir og bláir sokkar.
Heimasíða: http://www.ihfotbolti.is

ÍH heldur inn í sitt annað tímabil í 2. deild þetta árið en liðið stóðst prófið í fyrra og hélt sæti sínu í deildinni en liðið hafnaði í 8. sæti, þremur stigum frá botnsætinu. Núna ári síðar er ljóst að liðið ætlar sér mun stærri hluti en í fyrra. Í fyrsta skipti í sögu deildarinnar eru 12 lið og eru liðin misjöfn eins og þau eru mörg. ÍH hefur verið þekkt fyrir mikla stemningu á undanförnum arum og ljóst er að ef liðið ætlar sér stærri hluti en í fyrra þá þarf stemningin að vera til staðar.

En til þess að ætla sér stærri hluti var ljóst að ÍH þurfti á því að halda að styrkja leikmannahóp liðsins og það hafa þeir gert. Fyrstan ber að nefna Daníel Einarsson sem lék með Fram fyrri hluta Íslandsmótsins í fyrra en skipti á miðju sumri yfir til ÍH en hann þekkir vel til liðsins enda lék hann með liðinu fyrir tveimur árum. Hann hefur verið drjúgur fyrir liðið undanfarin ár og mun mikið mæða á honum í sumar. Þrátt fyrir að leika sem miðjumaður þá hefur Daníel skorað töluvert fyrir félagið á undanförnum árum og meðal annars gerði hann sjö mörk í níu leikjum fyrir ÍH í 3. deildinni fyrir tveimur árum.

Guðjón Frímann Þórunnarson gekk í raðið ÍH í vetur en hann hefur leikið með Aftureldingu og Hvíta Riddaranum síðastliðin ár. Guðjón er sóknarmaður sem skoraði grimmt fyrir Hvída Riddarann í 3. deildinni þegar liðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins. Eftir að hafa raðað inn mörkunum fyrir Hvíta Riddarann söðlaði hann um á síðustu leiktíð og gekk í raðið Aftureldingar. Þar skoraði hann þrjú mörk í tólf leikjum og verður gaman að sjá hvað hann gerir með ÍH.

Ómar Freyr Rafnsson þekkir Hafnarfjörðinn vel en hann lék áður með Haukum og einnig Huginn. Hann mun vafalítið styrkja lið ÍH töluvert í baráttunni í sumar. Reynsluboltinn Brynjar Gestsson mun einnig leika með liðinu í sumar og yrði það mikill styrkur ef Brynjar nær að spila stóran hluta af mótinu enda afar fjölhæfur og sterkur leikmaður.

Styrkleikar: Það hefur lengi verið ljóst að það er aldrei auðvelt að mæta ÍH. Þeirra helsti styrkleiki í gegnum tíðina hefur verið baráttan sem oftar en ekki hefur fleytt þeim langt. ÍH er mikið stemningslið og það er aldrei hægt að bóka sigur gegn ÍH og það er eitthvað sem mörg lið hafa komist að.

Veikleikar: Breiddin gæti verið helsti veikleiki ÍH en liðinu skortir tilfinnanlega meiri gæði á köflum í leikmannahóp sinn. Í 12 liða deild gæti slíkt reynst liðinu fjötur um fót þegar líða tekur á sumarið.

Lykilmenn: Daníel Einarsson, Ómar Freyr Rafnsson, Óli Geir Stefánsson.

Þjálfari: Mikael Nikulásson. Hefur leikið áður með liðinu ásamt því að hafa leikið með Huginn í 2. deildinni árið 2005. Tók við ÍH í fyrrasuamr og þekkir deildina vel en er nokkuð óskrifað blað sem þjálfari. Gæti orðið liðinu mikilvægur ákveði hann að leika af fullum krafti.

Komnir: Aðalsteinn Valdimarsson frá FH, Anton Rafn Jónasson frá KFS, Björn Ingvar Guðbergsson frá FH, Brynjar Rafn Ólafsson frá Haukum, Brynjar Þór Gestsson frá Haukum, Björgvin Helgi Stefánsson frá Álftanesi, Guðjón Þórunnarson frá Aftureldingu, Ómar Freyr Rafnsson frá Álftanesi, Stefán Ólafur Sigurðsson frá Huginn, Sæþór Jóhannesson frá KFS.

Farnir: Arnar Arnórsson í Þrótt Vogum, Atli Freyr Gunnarsson til Danmerkur, Eyþór Páll Ásgeirsson í Snæfell, Fannar Eðvaldsson í Álftanes, Heiðar Austmann hættur, Sigmar Ingi Sigurðarson í Hvöt.


Spá fyrirliða og þjálfara:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ÍH 67 stig
11. Magni 59 stig
12. Hamar 30 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner