Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. nóvember 2003 00:00
Magnús Már Einarsson
Sigursteinn til Víkings. (Staðfest)
Mynd: Merki
Sigursteinn Gíslason mun leika með Víking í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð en samningar hafa náðst milli hans og félagsins. Hann mun auk þess að spila með félaginu verða aðstoðarþjálfari félagins. Þetta var staðfest með fréttatilkynningu frá félaginu nú rétt í þessu. Fréttatilkynningin er svo hljóðandi.

Í dag hafa Sigursteinn D. Gíslason og Knattspyrnudeild Víkings náð munlegu samkomulagi þess efnis að Sigursteinn gerist aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla félagsins, Sigursteinn mun jafnframt leika með liðinu. Samningar verða formlega undirritaðir nú síðar í kvöld.

Með komu Sigursteins til Víkings hefur bæst í hópinn mikill sigurvegari en Sigursteinn hefur 9 sinnum orðið Íslandsmeistari og 3 sinnum Bikarmeistari með ÍA og KR. Sigursteinn hefur jafnframt spilað 22 A-landsleiki á sínum ferli.

Sigursteinn hittir fyrir hjá Víking fyrrverandi samherja sinn frá ÍA og landsliðinu, Sigurð Jónsson aðalþjálfara félagsins.

Aðilar munu undirrita leikmannasamning til 1 árs og þjálfarasamning til 2 ára með endurskoðunarákvæði eftir 1 ár.

Forráðamenn félagsins eru gríðarlega ánægðir með hafa fengið Sigurstein til liðs við sig

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner