Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mið 24. apríl 2024 19:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rooney hrósar Nunez - „Ef það smellur þá er hann ofurstjarna"
Mynd: EPA

Darwin Nunez framherji Liverpool er mættur aftur í byrjunarliðið í kvöld gegn Everton eftir að hafa byrjað á bekknum gegn Fulham um helgina.


Nunez skoraði 15 mörk og lagði upp fjögur í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Hann er kominn með 18 mörk og 13 stoðsendingar á þessari leiktíð.

Wayne Rooney fyrrum leikmaður Man Utd og Everton er mjög hrifinn af leikmanninum.

„Ef ég væri stuðningsmaður Liverpool myndi ég ekki vilja sjá of miklar breytingar á honum. Hann er mjög hrár og það er mjög erfitt að verjast honum. Það er bara þessi ró fyrir framan markið, ef það smellur er hann ofurstjarna," sagði Rooney.


Athugasemdir
banner
banner
banner