Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. desember 2019 09:05
Fótbolti.net
Ítalski boltinn, Liverpool í desember og Bjarni Ólafur á X977
Mynd: Getty Images
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á dagskrá X977 alla laugardaga milli 12 og 14. Í þættinum í dag ræða Elvar og Tómas um það sem helst ber á góma í boltanum.

Fjallað verður um hugmyndir um lengingu Íslandsmótsins, Björn Már Ólafsson fer yfir það helsta í ítalska boltanum og Bjarni Ólafur Eiríksson ræðir um skipti sín yfir í ÍBV.

Tómas segir frá ferð sinni til Englands í vikunni þar sem hann heimsótti Burnley og Liverpool.

Þá mun Magnús Þór Jónsson á kop.is ræða um rosalega dagskrá toppliðs Liverpool í desember.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner