Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   sun 21. desember 2025 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal í viðræðum um liðsfélaga Hákonar - Man Utd og Liverpool áhugasöm
Mynd: EPA
Arsenal hefur sett sig í samband við Lille um kaup á hinum 18 ára gamla Ayyoub Bouaddi, Mirror greinir frá.

Arsenal hefur áhuga á að fá miðjumanninn í janúar en hann er metinn á tæplega 40 milljónir punda.

Franski unglingalandsliðsmaðurinn er einnig sagður hafa vakið áhuga frá Liverpool og Manchester United.

Hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Lille nema tveimur í deildinni en hann var ekki með í síðasta leik þar sem hann tók út leikbann.

Hákon Arnar Haraldsson er liðsfélagi Bouaddi hjá Lille.
Athugasemdir
banner