Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 21. desember 2025 17:13
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea skoraði níu gegn Liverpool
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
8-liða úrslit deildabikars kvenna fóru fram á Englandi í dag þar sem fjögur stærstu liðin eru öll komin áfram í undanúrslit.

Chelsea rúllaði yfir Liverpool með níu mörkum gegn einu, þar sem Sam Kerr setti tvennu í fyrri hálfleik og Johanna Rytting Kaneryd skoraði þrjú í þeim síðari.

Guro Reiten lagði þrjú mörk upp í fyrri hálfleiknum.

Chelsea mætir Manchester City í risaslag í undanúrslitum, eftir að Man City fór létt með West Ham í dag.

Kerolin, Lauren Hemp, Grace Clinton, Khadija Shaw og Laura Coombs deildu mörkunum á milli sín, þar sem Hemp og Clinton áttu einnig stoðsendingar í auðveldum sigri. Lokatölur 1-5.

Arsenal og Manchester United eigast við í hinum undanúrslitaleiknum eftir sigra gegn Crystal Palace og Tottenham í dag.

Laia Codina og Stina Blackstenius skoruðu mörk Arsenal í Lundúnaslag gegn Palace.

Man Utd lenti undir gegn Tottenham en náði að koma til baka með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Liverpool 1 - 9 Chelsea

West Ham 1 - 5 Man City

Man Utd 2 - 1 Tottenham

Crystal Palace 0 - 2 Arsenal

Athugasemdir
banner