Juventus 2 - 1 Roma
1-0 Francisco Conceicao ('44)
2-0 Lois Openda ('70)
2-1 Tommaso Baldanzi ('76)
1-0 Francisco Conceicao ('44)
2-0 Lois Openda ('70)
2-1 Tommaso Baldanzi ('76)
Juventus og Roma áttust við í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum þar sem hvorugt liðið tekur þátt í fjögurra liða ofurbikar sem fer fram í Sádi-Arabíu þessa dagana.
Leikurinn var afar fjörugur þar sem bæði lið sýndu flotta takta og fengu góð færi en heimamenn í liði Juve fengu bestu færin.
Francisco Conceicao skoraði af stuttu færi undir lok fyrri hálfleiks eftir frábæran undirbúning frá Kenan Yildiz og Andrea Cambiaso.
Loïs Openda fékk tækifæri í byrjunarliðinu og endurlaunaði traustið með marki af stuttu færi á 70. mínútu. Weston McKennie gerði mjög vel að ná frákastinu eftir eigin marktilraun og koma boltanum á Openda sem skoraði í opið mark af stuttu færi.
Rómverjar voru enn með í leiknum og minnkuðu muninn sex mínútum síðar. Wesley Franca gerði mjög vel að vinna boltann hátt uppi á vellinum með frábærri tæklingu og koma honum á Evan Ferguson sem lét vaða á markið. Michele Di Gregorio varði boltann út í teiginn þar sem Tommaso Baldanzi var fyrstur að bregðast við.
Meira var ekki skorað á afar spennandi lokakafla svo lokatölur urðu 2-1.
Juventus er áfram í fimmta sæti í Serie A, núna einu stigi á eftir Roma. Toppliðin þrjú spila 16. umferðina um miðjan janúar þar sem þau eru upptekin í ofurbikarnum um þessar mundir.
Athugasemdir




