Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   lau 20. desember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
La Finalissima fer fram í lok mars
Mynd: EPA
Alþjóðafótboltasambandið FIFA hefur staðfest að La Finalissima úrslitaleikurinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar, í mars.

Þar mætast spænska og argentínska landsliðið í úrslitaleik á milli sigurvegara Evrópumótsins og Suður-Ameríkumótsins.

Argentína er ríkjandi meistari í La Finalissima eftir 3-0 sigur gegn Ítalíu 2022.

Spánn vann EM 2024 og fær því þátttökurétt í ár, á sama tíma og Argentína vann Suður-Ameríkumótið í annað skiptið í röð 2024.

Auk þess að hafa unnið Suður-Ameríkumótið tvisvar í röð eru Argentínumenn ríkjandi heimsmeistarar.
Athugasemdir
banner
banner