Það eru þrír leikir á dagskrá í Afríkumótinu í dag þar sem Malí hefur leik gegn Sambíu klukkan 14:00.
Í liði Malí má finna ýmsa leikmenn úr fimm bestu deildum Evrópu en þekktustu nöfnin eru án efa Yves Bissouma leikmaður Tottenham og Amadou Haidara sem er hjá RB Leipzig, ásamt 24 ára gömlum El Bilal Touré sem hefur meðal annars leikið fyrir Atalanta og Stuttgart á ferlinum.
Patson Daka, framherji Leicester City, er stærsta nafnið í landsliði Sambíu en Fashion Sakala fyrrum leikmaður Rangers er samlandi hans. Frankie Musonda, fyrrum leikmaður Luton Town, er einnig í hóp.
Suður-Afríka mætir svo til leiks gegn Angólu en Lyle Foster, framherji Burnley, er þekktasti leikmaður Suður-Afríku. Í landsliðshópi Angólu má finna marga leikmenn úr bestu deildum Evrópu en þó er engin stórstjarna í liðinu. Þekktustu leikmennirnir eru Clinton Mata hjá Lyon og David Carmo leikmaður Nottingham Forest sem leikur á láni hjá Real Oviedo á Spáni. Show og Fredy, sem leika báðir í tyrkneska boltanum, eru reynslumestu leikmenn landsliðsins.
Að lokum spila Mohamed Salah og félagar í landsliði Egyptalands gegn Simbabve. Omar Marmoush kantmaður Manchester City er einnig í hópnum ásamt Mostafa Mohamed leikmanni Nantes og Trézéguet, fyrrum kantmanni Aston Villa.
Tawanda Chirewa, leikmaður Wolves, og Marvelous Nakamba, sem er hjá Luton Town, eru meðal þekktustu nafna í landsliði Simbabve.
Leikir dagsins
14:00 Malí - Zambia
17:00 Suður-Afríka - Angola
20:00 Egyptaland - Zimbabwe
Athugasemdir




