Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   sun 21. desember 2025 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Ragnheiður og stöllur halda í við toppbaráttuna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur síðustu leikjum dagsins var að ljúka hjá Íslendingaliðunum í kvennaboltanum erlendis og lék hin bráðefnilega Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir allan leikinn í liði PEC Zwolle.

Ragnheiður er 18 ára gömul og virðist vera búin að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliði Zwolle, sem lagði AZ Alkmaar að velli í dag.

Zwolle verðskuldaði sigurinn gegn AZ fyllilega þó að lokatölurnar hafi aðeins verið 0-1 og er liðið í harðri toppbaráttu.

Zwolle situr í fimmta sæti hollensku deildarinnar en er aðeins fjórum stigum frá toppliði Ajax í þéttum pakka. Zwolle er með 21 stig eftir 10 umferðir.

Ragnheiður er algjör lykilleikmaður í U19 landsliði Íslands og lék með Haukum og Val á Íslandi áður en hún flutti til Hollands.

Telma Ívarsdóttir er varamarkvörður Rangers og sat á bekknum í þægilegum sigri á útivelli gegn Aberdeen.

Rangers er í öðru sæti eftir sigurinn með 31 stig eftir 14 umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Glasgow City sem er enn taplaust.

AZ Alkmaar 0 - 1 PEC Zwolle

Aberdeen 0 - 3 Rangers

Athugasemdir
banner