David Moyes, stjóri Everton, hrósaði Declan Rice í hástert eftir tap sinna manna gegn Arsenal í gær. Þeir unnu saman hjá West Ham frá 2017-2023
Moyes vildi ekki taka neina ábyrgð á þróun Rice.
„Hann sá um þetta sjálfur. Þetta er ekki mér að þakka, hann var alltaf að fara verða frábær leikmaður. Arteta gerði hann að topp leikmanni," sagði Moyes.
Tim Iroegbunam var í baráttu við Rice í leiknum og Moyes hrósaði Rice í hástert fyrir frammistöðu sína.
„Iroegbunam var líklega að spila á móti besta miðjumanni í heimi," sagði Moyes.
Athugasemdir




