Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   mán 22. desember 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Óskar skiptir um félag í Svíþjóð (Staðfest)
Mynd: Guðmundur Svansson
Vinstri bakvörðurinn Oskar Tor Sverrisson er búinn að skipta um félag í Svíþjóð eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur í liði Ariana á nýliðinni leiktíð.

Ariana endaði í sjötta sæti í þriðju efstu deild í sænska boltanum en Oskar skiptir yfir til Trelleborg eftir gott tímabil.

Oskar er 33 ára gamall og mun leika áfram í sömu deild á næsta ári eftir að Trelleborg féll úr næstefstu deild í haust. Hann býr yfir góðri reynslu úr tveimur efstu deildum í Svíþjóð þar sem hann á yfir 60 leiki að baki í Allsvenskan, með Varberg og Häcken.

Oskar er fæddur í Noregi en á ættir að rekja til Íslands og hefur leikið einn skráðan A-landsleik fyrir Ísland. Hann skoraði tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 26 deildarleikjum á árinu.

„Ég hlakka til að spila fyrir Trelleborg enda hef ég nokkrum sinnum verið nálægt því að ganga til liðs við félagið í fortíðinni," sagði Oskar við undirskrift á samningi. „Ég var bara 14 ára gamall í fyrsta sinn sem ég skoðaði að fara til Trelleborg."

Oskar gerði tveggja ára samning við félagið sem gildir út keppnistímabilið 2027.
Athugasemdir
banner
banner