Everton tók á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og tapaði naumlega 0-1.
Arsenal var talsvert sterkara liðið en eina mark leiksins var skorað úr vítaspyrnu. David Raya markvörður Arsenal hafði mjög lítið að gera en leikmenn Everton kölluðu nokkrum sinnum eftir því að fá vítaspyrnu.
Eitt tilkallið átti líklega rétt á sér en Sam Barrott dæmdi ekki og ákvað Darren England VAR-dómari ekki að skerast í leikinn.
William Saliba og Thierno Barry voru að berjast um boltann og náði Barry að setja fótinn í boltann á undan. Saliba sparkaði í Barry sem féll til jarðar en ekkert var dæmt.
20.12.2025 23:20
Moyes um O'Brien: Skil ekki af hverju hann gerði þetta
Everton Penalty Shout vs Arsenal 57’
byu/WeTalkBoxing insoccer
Athugasemdir




