Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 20. desember 2025 22:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Köln
Bose-bikarinn: Stjarnan í úrslit og mætir Víkingi
Birnir skoraði tvö fyrir Stjörnuna.
Birnir skoraði tvö fyrir Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stjarnan 4 - 3 KR
Mörk Stjörnunnar: Birnir Snær Ingason x2, Adolf Daði Birgisson og Jóhann Arni Gunnarsson.
Mörk KR: Eiður Gauti Sæbjörnsson, Luke Rae og Stefán Árni Geirsson.

Stjarnan tók á móti KR í Miðgarði í dag en spilað var um sæti í úrslitaleik Bose-bikarsins. Bæði lið höfðu mætt FH í riðlinum og unnið sigur.

KR leiddi 1-2 í hálfleik en Stjarnan náði að snúa dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann 4-3 sigur. Birnir Snær Ingason, sem kom frá KA í vetur, skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna.

Stjarnan mætir Víkingi í úrslitaleik mótsins í mars.
Athugasemdir
banner
banner