Eddie Howe, stjóri Newcastle, var ekki sáttur með dómgæsluna í leik liðsins gegn Chelsea í dag.
Newcastle var með 2-0 forystu í hálfleik en Chelsea jafnaði metin í 2-2 áður en flautað var til leiksloka. Reece James minnkaði muninn og stuttu síðar vildu Newcastlemenn fá vítaspyrnu þegar Trevoh Chalobah virtist brjóta á Anthony Gordon.
Newcastle var með 2-0 forystu í hálfleik en Chelsea jafnaði metin í 2-2 áður en flautað var til leiksloka. Reece James minnkaði muninn og stuttu síðar vildu Newcastlemenn fá vítaspyrnu þegar Trevoh Chalobah virtist brjóta á Anthony Gordon.
„Þetta er augljóst víti, þetta hefði verið aukaspyrna alls staðar á vellinum. Leikmaðurinn fer af hörku í Gordon," sagði Howe.
VAR taldi að þetta hafi aðeins verið öxl í öxl og ekki tilefni til að dæma vítaspyrnu.
„Þetta er það ekki, varnarmaðurinn er bara að spá í Gordon en ekki boltanum, þetta var of harkalegt," sagði Howe.
Should this have been a Newcastle penalty? ????
— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2025
VAR ruled that there was no foul on Anthony Gordon by Trevoh Chalobah ? pic.twitter.com/oReAtH9fmg
Athugasemdir



