Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   lau 20. desember 2025 15:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Augljóst víti
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, var ekki sáttur með dómgæsluna í leik liðsins gegn Chelsea í dag.

Newcastle var með 2-0 forystu í hálfleik en Chelsea jafnaði metin í 2-2 áður en flautað var til leiksloka. Reece James minnkaði muninn og stuttu síðar vildu Newcastlemenn fá vítaspyrnu þegar Trevoh Chalobah virtist brjóta á Anthony Gordon.

„Þetta er augljóst víti, þetta hefði verið aukaspyrna alls staðar á vellinum. Leikmaðurinn fer af hörku í Gordon," sagði Howe.

VAR taldi að þetta hafi aðeins verið öxl í öxl og ekki tilefni til að dæma vítaspyrnu.

„Þetta er það ekki, varnarmaðurinn er bara að spá í Gordon en ekki boltanum, þetta var of harkalegt," sagði Howe.


Athugasemdir
banner