Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 20. desember 2025 18:43
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno hefur áhyggjur af stöðunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo þjálfari West Ham United sagðist vera áhyggjufullur eftir 3-0 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hamrarnir eru núna án sigurs í sex leikjum í röð og sitja í fallsæti, með 13 stig eftir 17 umferðir.

„Við höfum áhyggjur af stöðunni, við þurfum að bæta mjög mikið við okkar leik til að vera samkeppnishæfir í þessari deild," sagði Nuno eftir tapið í dag.

„Við byrjuðum leikinn mjög illa og gáfum þeim hvern boltann fætur öðrum. Við gerðum sjálfum okkur mjög erfitt fyrir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Okkar leikur skánaði til muna í síðari hálfleik og við fengum nokkur tækifæri til að breyta leiknum með marki en okkur tókst það ekki.

„Við höldum áfram á okkar vegferð, strákarnir eru að leggja mikla vinnu á sig á æfingasvæðinu og þeir vita að það er eina leiðin til að komast úr þessum erfiða kafla. Við verðum að vera duglegir á æfingum og allir leikmenn verða að hafa trú á verkefninu. Í dag var okkur refsað af mjög sterkum andstæðingum."


Hamrarnir hafa ekki unnið fótboltaleik síðan 8. nóvember.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
2 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 24 +4 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
8 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 25 23 +2 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner