Zinedine Zidane hefur verið orðaður við endurkomu við stjórnvölinn hjá Real Madrid en Fabrizio Romano segir að Frakkinn sé með hugann við franska landsliðið.
Didier Deschamps ætlar ekki að endurnýja samning sinn sem aðalþjálfari franska landsliðsins en hann hefur gegnt því starfi síðan í júlí 2012. Hann mun því hafa verið í starfinu í 14 ár þegar hann hættir eftir HM næsta sumar.
Romano hefur áður sagt að Zidane sé búinn að gera munnlegt samkomulag um að taka við ógnarsterku landsliði Frakklands og ítrekar það í hlaðvarpsþættinum sínum.
Hann útilokar þó ekki að Zidane gæti tekið við Real Madrid sem bráðabirgðaþjálfari út tímabilið.
Athugasemdir




