Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
banner
   sun 21. desember 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einn besti framherji í sögu Ægis framlengir
Lengjudeildin
Jordan var markahæstur í 2. deildinni í ár og verður spennandi að fylgjast með honum í Lengjudeildinni.
Jordan var markahæstur í 2. deildinni í ár og verður spennandi að fylgjast með honum í Lengjudeildinni.
Mynd: Ægir
Hinn 25 ára gamli Jordan Adeyemo er búinn að framlengja samning sinn við Ægi í Þorlákshöfn eftir að hafa átt magnað fyrsta ár með liðinu.

Jordan var í algjöru lykilhlutverki er Ægir vann 2. deild karla þar sem hann stóð uppi sem markahæsti leikmaður deildarinnar, með 19 mörk í 21 leik. Auk þess skoraði hann eitt mark í einum leik í Mjólkurbikarnum en ef Lengjubikarinn og Fótbolti.net bikarinn eru taldir með þá gerði Jordan í heildina 29 mörk í 30 KSÍ-leikjum á árinu.

Jordan er fæddur og uppalinn í höfuðborg Írlands og hefur spilað í tveimur efstu deildum írska boltans.

„Það er mikið fagnaðarefni að hann hafi framlengt samning sinn við félagið og sérlega þar sem mörg önnur lið sýndu honum áhuga og virkilega ánægjulegt að hann hafi valið Ægi á ný. Hann mun sannarlega styrkja liðið fyrir næsta tímabil og við höfum fulla trú á að hann standi sig aftur vel á næsta ári og skori mörg mörk fyrir Ægi í Lengjudeild 2026," segir meðal annars í tilkynningu frá Ægi, þar sem talað er um Jordan sem einn besta framherja í sögu Ægis.


Athugasemdir
banner
banner
banner