Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   lau 20. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Xabi þarf sigur gegn Sevilla
Mynd: EPA
Real Madrid tekur á móti Sevilla í stórleik kvöldsins í spænska boltanum en það eru þrír aðrir leikir á dagskrá yfir daginn.

Madrídingar eru að ganga í gegnum erfiðan kafla og þurfa á sigri að halda í titilbaráttunni. Þeir hafa verið ósannfærandi í síðustu leikjum og mega ekki við því að misstíga sig aftur.

Real er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona og í hættu á að missa annað sætið sitt til Villarreal sem er á ótrúlegu flugi.

Spænskir fjölmiðlar segja að Xabi Alonso þjálfari Real Madrid sé í hættu á að vera rekinn ef liðið snýr ekki slöku gengi sínu við hið snarasta. Real er búið að vinna síðustu tvo leiki í röð en sigrarnir voru ósannfærandi gegn Alavés og C-deildarliði CF Talavera.

Celta Vigo, Real Sociedad og Alavés eiga einnig útileiki í dag, gegn fallbaráttuliðum Real Oviedo, Levante og Osasuna.

Leikir dagsins
13:00 Real Oviedo - Celta Vigo
15:15 Levante - Real Sociedad
17:30 Osasuna - Alaves
20:00 Real Madrid - Sevilla
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 17 14 1 2 49 20 +29 43
2 Real Madrid 17 12 3 2 34 16 +18 39
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 17 10 4 3 30 16 +14 34
5 Espanyol 16 9 3 4 20 16 +4 30
6 Betis 16 6 7 3 25 19 +6 25
7 Athletic 17 7 2 8 15 22 -7 23
8 Celta 16 5 7 4 20 19 +1 22
9 Sevilla 16 6 2 8 24 24 0 20
10 Getafe 16 6 2 8 13 18 -5 20
11 Elche 16 4 7 5 19 20 -1 19
12 Alaves 16 5 3 8 14 17 -3 18
13 Vallecano 16 4 6 6 13 16 -3 18
14 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Real Sociedad 16 4 4 8 20 24 -4 16
16 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
17 Osasuna 16 4 3 9 14 20 -6 15
18 Girona 16 3 6 7 15 30 -15 15
19 Oviedo 16 2 4 10 7 26 -19 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir
banner