Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 20. desember 2025 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leverkusen vann í Leipzig
Mynd: EPA
RB Leipzig 1 - 3 Bayer Leverkusen
1-0 Xaver Schlager ('35 )
1-1 Martin Terrier ('40 )
1-2 Patrik Schick ('44 )
1-3 Montrell Culbreath ('97)

RB Leipzig og Bayer Leverkusen áttust við í stórleik helgarinnar í þýska boltanum og úr varð afar spennandi slagur.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þar sem bæði lið fengu góð færi og tóku heimamenn forystuna með marki frá Xaver Schlager á 35. mínútu. Fimm mínútum síðar var Martin Terrier búinn að jafna og tók Patrick Schick svo forystuna fyrir gestina áður en flautað var til leikhlés.

Heimamenn í Leipzig fengu mikið af hálffærum eftir leikhlé en þeim tókst ekki að setja boltann í netið. Það var svo í uppbótartíma þegar Leipzig lagði allt í sóknarleikinn sem gestirnir frá Leverkusen náðu að tryggja sigurinn. Montrell Culbreath skoraði á 97. mínútu svo lokatölur urðu 1-3.

Leipzig og Leverkusen eru núna jöfn á stigum í þriðja sæti deildarinnar, með 29 stig eftir 15 umferðir. Liðin eru 9 stigum frá toppliði FC Bayern sem á leik til góða á morgun.
Athugasemdir