Helgi Fróði lagði upp
Tómas Bent Magnússon var í byrjunarliði Hearts sem vann Rangers í skosku deildinni í dag.
Lokatölur urðu 2-1. Hearts var tveimur mörkum yfir í hálfleik en Rangers klóraði í bakkann í uppbótatíma. Tómas spilaði 83 mínútur. Hearts er á toppnum með 41 stig.
Celtic er í 2. sæti með 35 stig eftir sigur gegn Aberdeen. Kjartan Már Kjartansson kom inn á sem varamaður hjá Aberdeen í sínum fyrsta leik. Hann gerði sér lítið fyrir og lagði upp jöfnunarmark þegar hann vann boltann á miðjunni og átti laglega stungusendingu. Celtic vann hins vegar að lokum 3-1. Aberdeen er í 6. sæti með 24 stig.
Lokatölur urðu 2-1. Hearts var tveimur mörkum yfir í hálfleik en Rangers klóraði í bakkann í uppbótatíma. Tómas spilaði 83 mínútur. Hearts er á toppnum með 41 stig.
Celtic er í 2. sæti með 35 stig eftir sigur gegn Aberdeen. Kjartan Már Kjartansson kom inn á sem varamaður hjá Aberdeen í sínum fyrsta leik. Hann gerði sér lítið fyrir og lagði upp jöfnunarmark þegar hann vann boltann á miðjunni og átti laglega stungusendingu. Celtic vann hins vegar að lokum 3-1. Aberdeen er í 6. sæti með 24 stig.
Helgi Fróði Ingason lagði upp seinna mark Helmond þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Willem II í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er í 15. sæti með 24 stig eftir 21 umferð.
Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði 72 mínútur þegar Twente gerði 1-1 jafntefli gegn Feyenoord í hollensku deildinni. Brynjólfur Willumsson spilaði 68 mínútur þegar Groningen gerði 1-1 jafntefli gegn Go Ahead Eagles.
Groningen er í 6. sæti með 27 stig en Twente er í 7. sæti með 25 stig eftir 17 umferðir.
Kristófer Jónsson var í byrjunarliði Triestina sem tapaði 1-0 gegn LR Vicenza í ítölsku C-deildinni. Triestina er á botninum með tvö stig í mínus eftir 19 umferðir.
Athugasemdir





