Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   sun 21. desember 2025 15:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jónatan Guðni í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Breiðablik hefur staðfest komu Jónatans Guðna Arnarssonar til félagsins en hann kemur frá sænska liðinu Norrköping.

Jónatan er 18 ára gamall en hann var keyptur til Norrköping frá uppeldisfélaginu Fjölni síðasta vetur.

Hann kom við sögu í tíu leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en Norrköping féll úr deildinni eftir agalegan lokakafla.

Hann spilaði 26 leiki með Fjölni og skoraði þrjú mörk. Hann hefur spilað 15 leiki fyrir yngri landslið íslands og skorað í þeim fimm mörk.


Athugasemdir
banner