Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 20. desember 2025 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Köln
Æfingaleikur: Mögnuð endurkoma Fjölnis gegn Aftureldingu
Rafael Máni Þrastarson skoraði tvennu fyrir Fjölni.
Rafael Máni Þrastarson skoraði tvennu fyrir Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 5 - 4 Afturelding
Mörk Fjölnis: Viktor Andri Hafþórsson, Orri Þórhallsson, Rafael Máni Þrastarson x2 og Bjarki Fannar Arnþórsson.
Mörk Aftureldingar: Óðinn Bjarkason x2, Rikharður Smári Gröndal og Enes Þór Enesson Cogic.

Fjölnir og Afturelding mættust í æfingaleik í Egilshöll í gær og unnu heimamenn sigur eftir kaflaskiptan leik.

Í seinni hálfleik leiddi Afturelding 1-4 en Fjölnir skoraði fjögur síðustu mörkin og vann 5-4 sigur. Bjarki Fannar Arnþórson skoraði sigurmark leiksins.

Óðinn Bjarkason lék sinn fyrsta leik fyrir Aftureldingu eftir komuna frá KR í vikunni og skoraði tvö fyrir Mosfellinga. Rafael Máni Þrastarson skoraði tvennu fyrir heimamenn.

Fjölnir verður í 2. deild næsta sumar og Afturelding í Lengjudeildinni.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner