Thiago Silva kemur með gríðarlega reynslu í varnarlínuna hjá Porto. Hann tekur við keflinu af Pepe sem lék með liðinu til 41 árs aldurs.
Fabrizio Romano er búinn að setja „here we go!" stimpilinn sinn á félagaskipti Thiago Silva til FC Porto.
Silva er 41 árs gamall miðvörður sem telur sig enn hafa ýmislegt að hæsta gæðastigi fótboltaheimsins. Hann var algjör lykilmaður í liði Fluminense á síðustu leiktíð en þar áður lék hann með stórveldum Chelsea, PSG og AC Milan.
Silva var lengi vel talinn til bestu miðvarða heims og verður fróðlegt að sjá hversu mikinn spiltíma hann fær í sterku liði Porto sem er að gera frábæra hluti í portúgölsku deildinni á fyrri hluta tímabils.
Porto trónir á toppi deildarinnar með 40 stig eftir 14 umferðir, liðið er aðeins búið að fá fjögur mörk á sig og er í góðri stöðu í deildarkeppni Evrópudeildarinnar.
Silva fær samning sem gildir út keppnistímabilið með möguleika á eins árs framlengingu. Markmiðið hjá Silva er að fá spiltíma með Porto til að komast í brasilíska landsliðshópinn sem fer á HM á næsta ári.
Athugasemdir



