Það var mikið af leikjum í franska bikarnum í dag þar sem ýmis lið úr efstu deild mættu til leiks.
Það var lítið um óvænt úrslit þar sem efstudeildarliðin komust öll áfram í næstu umferð nema Le Havre sem tapaði fyrir Amiens úr næstefstu deild.
Lyon, Rennes, Marseille og Nantes unnu sína leiki þægilega á meðan Strasbourg, Mónakó og OGC Nice unnu naumlega gegn sínum andstæðingum úr neðri deildunum.
Pavel Sulc skoraði tvennu í sigri Lyon en þessi tékkneski miðjumaður hefur verið frábær á tímabilinu. Hann er kominn með fjögur mörk í síðustu þremur leikjum í öllum keppnum og er í heildina búinn að skora 8 og gefa 8 stoðsendingar í 26 leikjum það sem af er tímabils.
Mika Biereth, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði þá bæði mörk sinna manna í sigri Mónakó. Mason Greenwood og Pierre-Emile Höjbjerg voru meðal markaskorara í stórsigri Marseille á meðan Breel Embolo setti tvö í sigri Rennes.
Valentín Barco lagði að lokum bæði mörk Strasbourg upp, annað þeirra fyrir Julio Enciso.
Auxerre 1 - 2 Mónakó
0-1 Mika Biereth ('8)
1-1 A. Diousse ('29, víti)
1-2 Mika Biereth ('74)
Lyon 3 - 0 Saint-Cyr Collonges
1-0 Abner Vinicius ('52)
2-0 Pavel Sulc ('85)
3-0 Pavel Sulc ('90)
Bourg en Bresse 0 - 6 Marseille
0-1 Leonardo Balerdi ('8)
0-2 Mason Greenwood ('59)
0-3 Pierre-Emile Höjbjerg ('64)
0-4 Igor Paixao ('67)
0-5 Bilal Nadir ('77)
0-6 Tadjidine Mmadi ('87)
Rennes 3 - 0 Les Sables
1-0 Breel Embolo ('69)
2-0 Breel Embolo ('80)
3-0 Quentin Merlin ('84)
Strasbourg 2 - 1 Dunkerque
1-0 Julio Enciso ('26)
2-0 Ismael Doukoure ('40)
2-1 T. Robinet ('54, víti)
Le Havre 0 - 2 Amiens
Nice 2 - 1 St. Etienne
Concarneau 3 - 5 Nantes
Bassin d'Arcachon 0 - 1 Hauts Lyonnais
Le Puy-en-Velay 1 - 0 Bordeaux
Montreuil 1 - 0 Chauvigny
Orleans 3 - 0 Dieppe
Athugasemdir






