Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   lau 20. desember 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Næstleikjahæstur í sögunni framlengir við Brighton
Dunk hefur leikið 6 landsleiki fyrir England.
Dunk hefur leikið 6 landsleiki fyrir England.
Mynd: EPA
Brighton er búið að virkja ákvæði til að framlengja samning varnarmannsins Lewis Dunk um eitt ár.

Samningur Dunk rennur núna út sumarið 2027, en hann er 34 ára gamall og hefur verið fyrirliði Brighton síðustu sex ár.

Ákvæðið um að framlengja samning Dunk virkjaðist sjálfkrafa þegar hann spilaði gegn Liverpool um síðustu helgi. Hann var þá búinn að spila nægilegt magn leikja til að vinna sér inn framlengingu samkvæmt samningi sínum við félagið.

Dunk hefur verið í byrjunarliði Brighton í öllum úrvalsdeildarleikjum tímabilsins nema einum. Hann verður þó ekki með gegn Sunderland í dag vegna leikbanns.

Dunk hefur spilað yfir 500 keppnisleiki fyrir Brighton og er næstleikjahæstur í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner