Fyrstu sex leikjum dagsins er lokið í franska bikarnum þar sem Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn í naumum sigri Lille.
Hákon og félagar heimsóttu Lusitanos sem leikur í fjórðu efstu deild franska boltans og var búist við þægilegum sigri, en sú varð ekki raunin.
Staðan hélst markalaus lengst af þrátt fyrir að Lille hafi mætt til leiks með sterkt byrjunarlið. Ekkert var skorað fyrr en á 80. mínútu þegar Norðmaðurinn Marius Broholm setti boltann í netið nokkrum mínútum eftir innkomu sína af bekknum.
Hákon Arnar lagði markið upp en hann var í byrjunarliðinu ásamt mönnum á borð við Olivier Giroud, Ethan Mbappé og Nabil Bentaleb.
Á sama tíma komust Metz, Lorient, Troyes, Bayeux og Chantilly áfram í næstu umferð bikarsins. Stórveldi PSG heimsækir Fontenay í kvöld.
Lusitanos 0 - 1 Lille
0-1 Marius Broholm ('80)
Le Gosier 0 - 7 Lorient
Bayeux 2 - 1 Blois
Biesheim 0 - 3 Metz
Freyming 0 - 3 Chantilly
Marcq en Baroeul 1 - 3 Troyes
Athugasemdir


