Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 22. desember 2025 09:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur að sækja efnilegan markmannsþjálfara
Frederik Schram að fá nýjan markmannsþjálfara.
Frederik Schram að fá nýjan markmannsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að sækja markmannsþjálfara frá Danmörku.

Sá heitir Emil Alexander Thorsted Larsen og er markmannsþjálfari U19 liðs Lyngby.

Hann er 27 ára og hefur einnig starfað hjá Bröndby. Hann er mjög efnilegur þjálfari og er með A gráðu í markmannsþjálfun.

Valur lét Kjartan Sturluson fara í haust og Valsmenn virðast núna búnir að finna mann í hans stað.

Frederik Schram er aðalmarkmaður Vals, hann á að baki landsleiki fyrir Íslands, en danska er hans móðurmál, eins og Emils. Frederik er fyrrum leikmaður Lyngby.
Athugasemdir
banner
banner