West Ham hefur lýst yfir áhuga á Jörgen Strand Larsen, framherja Wolves. The Athletic greinir frá þessu.
West Ham ætlar að styrkja sóknarleikinn í janúar svo félagið geti leyft Niclas Fullkrug að ganga til liðs við Milan á láni.
West Ham ætlar að styrkja sóknarleikinn í janúar svo félagið geti leyft Niclas Fullkrug að ganga til liðs við Milan á láni.
The Athletic segir að félagið vilji kaupa Strand Larsen en þetta er enn á frumstigi og þá er áhugi annars staðar frá.
Wolves hafnaði tilboðum frá Newcastle síðasta sumar og að lokum skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.
Wolves og Strand Larsen hafa verið í miklum vandræðum á tímabilinu. Hann hefur aðeins skorað eitt mark í deildinni þar sem liðið situr á botninum með tvö stig eftir 17 umferðir.
Athugasemdir


