Rétt fyrir helgi tilkynnti Víkingur komu á framherjanum Elíasi Má Ómarssyni. Hann gengur til liðs við Víkinga frá kínverska liðinu Meizhou Hakka sem féll úr kínversku úrvalsdeildinni.
Framherjalína Víkinga er stjörnum prýdd og það er ljóst að Atli Þór Jónasson færist aftar í goggunarröðinni. Víkingur keypti Atla Þór dýrum dómi frá HK fyrir ári en hann stóðst ekki undir væntingum.
Framherjinn stæðilegi kom lítið við sögu á síðasta tímabili, þar sem hann byrjaði einungis tvo leiki í deildinni. Hann kom alls við sögu í ellefu leikjum í deild og skoraði eitt mark.
Í útvarpsþætti Fótbolta.net var rætt um hvað koma Elíasar þýðir fyrir Atla.
Framherjalína Víkinga er stjörnum prýdd og það er ljóst að Atli Þór Jónasson færist aftar í goggunarröðinni. Víkingur keypti Atla Þór dýrum dómi frá HK fyrir ári en hann stóðst ekki undir væntingum.
Framherjinn stæðilegi kom lítið við sögu á síðasta tímabili, þar sem hann byrjaði einungis tvo leiki í deildinni. Hann kom alls við sögu í ellefu leikjum í deild og skoraði eitt mark.
Í útvarpsþætti Fótbolta.net var rætt um hvað koma Elíasar þýðir fyrir Atla.
„Ég ætla leiða líkum að því að hann verður annað hvort lánaður eða gefinn. Auðvitað er Víkingur að fara í marga leiki á næsta tímabili og lið hafa brennt sig á því að hafa lítinn leikmannahóp. Ætli hann verði ekki lánaður, með möguleikanum að koma á miðju sumri ef það kemur eitthvað upp þegar álagið er sem mest.
Hann er varla að fara klukka völlinn þegar Valdimar, sem er besti leikmaður deildarinnar, spilar allar mínútur. Þá er bara laust pláss fyrir einn stóran og stæðilegan framherja. Nú er einn besti framherji deildarinnar síðustu ára (Nikolaj Hansen) orðinn hræddur um stöðuna sína við tilkomu Elíasar, hvað verður þá um Atla Þór?“ Sagði Tómas Þór Þórðarson, Elvar Geir tók því næst til máls.
„Ég sé hann í annarri treyju á næsta ári. Jafnvel að hann snúi aftur í Kórinn.“
„Í ljósi þess hvað var gott að vera með stóran hóp þegar Víkingur var síðast í Sambandsdeildinni og hvað önnur lið hafa brennt sig á að vera ekki með stóran hóp held ég að hann fái sénsinn að vera lánaður með möguleika á að koma aftur. Ef það er ekki þörf á honum er líklegt að hann fari þá næsta haust,“ sagði Tómas að lokum.
Athugasemdir



