Marokkó 2 - 0 Kómoreyjar
0-0 Soufiane Rahimi ('11 , Misnotað víti)
1-0 Brahim Diaz ('55 )
2-0 Ayoub El Kaabi ('74 )
0-0 Soufiane Rahimi ('11 , Misnotað víti)
1-0 Brahim Diaz ('55 )
2-0 Ayoub El Kaabi ('74 )
Marokkó spilaði við Kómoreyjar í opnunarleik Afríkumótsins og voru heimamenn talsvert sterkari aðilinn. Þeir fengu vítaspyrnu snemma leiks en Soufiane Rahimi brenndi af.
Brahim Díaz leikmaður Real Madrid skoraði fyrsta mark leiksins snemma í síðari hálfleik. Kómoreyjar fengu hálffæri en sköpuðu aldrei raunverulega hættu.
Ayoub El Kaabi, lykilmaður í liði Olympiakos, kom inn af bekknum í síðari hálfleik og innsiglaði sigurinn skömmu síðar.
Lokatölur urðu 2-0 fyrir Marokkó, þægilegur sigur fyrir heimamenn í opnunarleiknum.
Malí, Suður-Afríka og Egyptaland eru meðal þjóða sem spila í fyrstu umferð Afríkumótsins á morgun.
Athugasemdir




