Láki og Sverrir eru báðir farnir frá ÍBV sem endaði með 33 stig úr 27 leikjum í Bestu deildinni og forðaðist fall.
Sverrir Páll Hjaltested verður ekki áfram hjá ÍBV í Bestu deildinni eftir að samningur hans rennur út um áramótin.
ÍBV er búið að staðfesta fregnirnar með tilkynningu á samfélagsmiðlum þar sem Sverrir Páll er kvaddur og honum óskað góðs gengis í framtíðinni.
Sverrir er 25 ára gamall framherji sem skoraði 6 mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni í ár.
Hann er uppalinn hjá Víkingi R. en lék aldrei fyrir meistaraflokk. Hann á leiki að baki fyrir Val, Kórdrengi og Völsung í íslenska boltanum.
„Framlag þitt og fagmennska fyrir ÍBV verður alltaf metin að verðleikum. Við óskum þér alls hins besta á næsta kafla," segir í stuttri tilkynningu frá ÍBV.
Athugasemdir





